Heilsu kostir

 
 

Lífsalt inniheldur lágt magn natríums og í staðinn er það hlaðið kalíum, sem er nauðsynlegt fyrir vökvajafnvægi í líkamanum, og magnesíum sem er mikilvægt fyrir vöðvasamdrátt, beinmyndun og taugastarfsemi. Snefilefni eru nauðsyleg fyrir efnaskipti manna, þá sérstaklega lífhvata. Of mikil neysla á natríum er talin vera ein aðalorsök hjarta- og æðasjúkdóma vegna áhrifa á hækkun blóðþrýsings og aukins álags á hjarta og æðakerfi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (World Health Organization) hefur ráðlagt að auka kalíum inntöku úr fæðu til að minnka bæði blóðþrýsting og hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Magnesíum gegnir lykilhlutverki í efnaskiptum líkamans svo sem við orkuvinnslu og myndun próteina. Það kemur jafnvægi á ónæmiskerfið og styrkir beinmyndun og taugakerfi..