Lífsalt

 
 
Við hjá Arctic Sea Minerals höfum þróað sérstakt salt lág-natríum salt sem smakkast eins og hefðbundið matarsalt. Aðferðin, sem við eigum einkaleyfi fyrir í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína, er einstök að því leytinu til að steinefni eru kristölluð samtímis í einn kristal (e. single-grain).  Lífsalt inniheldur 41% natríumklóríð, 41% kalíumklóríð, 17% magnesíumsalt og 1% snefilefni, samanborið við hefðbundið borðsalt sem inniheldur 100% natríumklóríð í flestum tilfellum. Einungis er notast við sjálfbæra orku í framleiðsluferlinu og engum aukaefnum er bætt við.