Reynslusögur

Björn Þór Sigurbjörnsson

(Bjöddi)

Einkaþjálfari í World Class

Samsetning Lífsalts er mjög heppilegt þar sem natríum
hlutfall er helmingi lægra en í hefðbundnu salti.
Það er nauðsynlegt fyrir líkamann að fá natríum
í hóflegu magni. Við matargerð er þetta salt augljóslega besti kosturinn.
Þar sem bæði of há natríum inntaka er skaðleg heilsunni
og of lág inntaka kalíums er ekki heppileg fyri hjarta og æðakerfi.
Ég mæli með Lífsalti.
 
 

Helena Gunnarsdóttir

Matarbloggari

Saltið góða er komið á pall með öðrum uppáhalds kryddum - og söltum. Frábært í baksturinn! Búin að nota það sérstaklega mikið þar. Mér finnst ég líka þurfa mun minna af því en öðru salti. Mjög ánægð að vera komin með fínlegt, gæðasalt unnið úr sjó. Hefur klárlega vantað á markaðinn! Takk fyrir mig
 
 

Garðar Magnússon

Sjómaður

Ég kynntist lífsaltinu fyrst fyrir 30 árum síðan þegar gamla saltverksmiðjan framleiddi það. Eftir að hún lagði upp laupana áskotnaðist mér nokkrir pokar af salti sem ég hef notað í harðfisk sem ég framleiði.
Ég hef alla tíð síðan eingöngu notað lífsaltið í mat og tel að ég eigi góða heilsu mína mikið því að þakka. Ég er 89 ára gamall og stunda sjó á sumrin og sinni framleiðslufyrirtæki mínu þess utan. Ég stunda reglulega sund og aðra líkamsrækt.