Uppruni
Lífsalt er framleitt úr hafsjó og jarðsjó. Framleiðslustaðurinn á jarðhitasvæðinu suðvestast á Reykjanesskaganum býður upp á einstakar aðstæður til nýtingar á hafsjó og steinefnaríkum jarðsjó. Hráefnið er fengið úr borholum á svæðinu, annars vegar hafsjó, sem síast hefur í gegnum neðanjarðar hraunlög, hins vegar jarðsjó, sem er aukaafurð frá jarðvarmavirkjun á svæðinu. Afgangsvarmi frá rafmagnsframleiðslu er notaður í eimingu og kristöllun. Hafsjór inniheldur öll steinefnin sem mannslíkaminn þarfnast. Jarðsjór inniheldur 20-falt magn af kalíum klóríði í samanburði við hafsjó og er það notað í stað natríum klóríðs til þess að búa til lág-natríum heilsusalt.