Natríum

Natríum er lífsnauðsynlegt steinefni og stuðlar að réttu
vökvajafnvægi í líkamanum og viðheldur góðri vöðvavirkni.
  
Landlæknir hefur bent á að íslendingar eru að meðaltali að
neita um 10 g af natríum á dag og bendir á hversu langt
umfram æskilegu magni það er, en það ætti að vera undir 5 g.
  
Ofneysla á natríum getur haft í för með sér ýmsa
heilsukvilla einsog háann blóðþrýsting, aukið líkur á
beinþynningu og nýrnasteinum. Ofneysla eykur einnig
líkur á alvarlegri hjartakvillum eins og stækkun
á hjartavöðvanum og hjartaáfalli.
  
Natríum bindir vatn og ef neytt er of mikils natríums
kemur það fram sem bjúgur og bólgur til dæmis í andliti.