Persónuvernd

Arctic Sea Minerals •  Kt. 540612-1960 • Flugvallarbraut 734 • Sími  • 697-5386 Netfang: arcticsea@arcticsea.is

Með persónuverndarstefnu þessari viljum við sýna fram á það að rétt sé farið að varðandi persónuupplýsingar og söfnun þeirra. Arctic Sea Minerals ehf skuldbindur sig til að fylgja eftir persónuverndarlögum og persónuverndarstefnan okkar lýsir verklagi í öllu er snertir persónuvernd, meðal annars í gegnum þau kerfi sem að notum, heimasíðu okkar, samfélagsmiðla og tölvupósta

Arctic Sea Minerals ehf vinnur eingöngu með þínar persónuupplýsingar í lögmætum tilgangi og/eða samkvæmt upplýstu samþykki. Hafir þú einhverjar spurningar eða sért í vafa varðandi þínar persónuupplýsingar sendu okkur þá tölvupóst á arcticsea@arcticsea.is.

Persónuverndarstefna Arctic Sea Minerals ehf. var sett fram þann 20.11.19

1. Hvað eru persónuupplýsingar

Það eru upplýsingar, persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar sem hægt væri að rekja beint eða óbeint til tiltekins einstaklings. Slíkar upplýsingarnar verða að vera nógu nákvæmar til að hægt sé að sjá hvaða einstaklingi þær tilheyra. Hér getur t.d. verið um að ræða nöfn, kennitölur og heimilisföng tiltekins einstaklings.

2. Hvaða upplýsingum er safnað

2.1 Almennt

Til að veita þjónustu og sölu þurfum við að taka á móti ýmsum persónuupplýsingum svo sem hvort sem um er að ræða þig sem einstakling í viðskiptum eða fyrir hönd lögaðila þ.e. fyrirtækis í viðskiptum. Upplýsingarnar sem við kunnum að móttaka eru nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang.

þessar upplýsingar eru mótteknar á skrifstofu og sölustöðum okkar eða í gegnum sölukerfi vefverslunar sem og skráning á póstlista á vefsíðu . Þessar upplýsingar notum við eingöngu til þess að veita þér þá þjónustu sem þú hefur beðið um sem og til að geta gefið út löglega reikninga með öllum þeim upplýsingum sem þurfa að koma fram vegna vörukaupa og afhendingar á vörum. Starfsmenn Arctic Sea Minerals ehf. hafa ekki allir aðgang að þessum gögnum, eingöngu vefstjóri og umsjónaraðilar vefverslunar www.arcticsea.is hefur aðgang að gögnunum þínum í gagnagrunni hennar.

2.2 Vefsíða

Vefsíðan okkar www.arcticsea.is er opin öllum og þar er notast við vafrakökur “Cookies”. Þegar þú heimsækir vefsíður okkar skráum við upplýsingar um tenginguna, þ.e. IP-tölu, tegund vafra, tegund tækja og hvaða síður og hvaða vörur þú skoðar. Þessar upplýsingar notum við eingöngu í tölfræðilegum tilgangi til að bæta gæði vefsíðna og þjónustu.

  • Minn aðgangur: Ef að þú notar “Minn aðgangur” á vefsíðunni er notast við nafn og netfang.
  • Póstlisti: Ef að þú hefur skráð þig á póstlista þá vinnur félagið með upplýsingar um nafn og netfang.
  • Vefverslun: Ef að þú verslar á vefsíðu www.arcticsea.is þá vinnur félagið með nafn, heimilisfang, kennitölu, símanúmer og netfang.
  • Greiðslur í gegnum vefverslun Arctic Sea Minerals ehf: Allar greiðslur fyrir vörur fara í gegnum greiðslusíður. Arctic Sea Minerals ehf. heldur ekki utan um þínar kreditkorta upplýsingar.

3. Meðferð upplýsinga

Upplýsingar þínar sem geymdar eru í bókhaldskerfi okkar eru geymdar í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs sem er í samræmi við bókhaldslög og varðveislu bókhaldsgagna. Við munum ekki framselja eða afhenda þessi gögn til þriðja aðila nema í eftirfarandi tilfellum:

Arctic Sea Minerals ehf kann að afhenda gögn til þriðja aðila s.s.:

  • Innheimtuaðila: Þeir aðilar sem sinna ítarlegri innheimtumálum fyrir Arctic Sea Minerals ehf.
  • Upplýsinga- og tækniþjónustuaðila: Þeir sem kunna að veita okkur ráðgjöf og þjónustu varðandi greiningar og betrumbætur á vefsíðu Arctic Sea Minerals ehf sem og í markaðslegum tilgangi.
  • Vefverslun: Færsluhirðar þ.e.a.s. Þeir sem taka við greiðslum frá vefverslun Arctic Sea Minerals fá sjálkrafa upplýsingar um þig (ef þú ert að versla) þ.e. nafn, heimilisfang sem og sundurliðun á vörum sem þú keyptir og heildarsummu vara.
  • Færsluhirðar: Það ber að nefna að allar greiðslur sem tekið er á móti á vefsíðu Arctic Sea Minerals er beint yfir á greiðslusíður færsluhirða. Greiðslusíðurnar eru reknar af þeim færsluhirðum. Eftirfarandi færsluhirðar sem Arctic Sea Minerals er í viðskiptum við eru “Borgun  www.borgun.is” og “AUR  www.aur.is“, millifærslur ganga ávallt í gegnum þinn viðskiptabanka.

3.1 Lagalegur fyrirvari varðandi meðferð upplýsinga

  • Persónuupplýsingar þínar kunna jafnframt að vera afhentar þriðja aðila að því marki sem heimilað er eða krafist er á grundvelli viðeigandi laga eða reglna, s.s. til Ríkisskattstjóra eða annarra eftirlitsaðila. Það sama kann að eiga við sé afhendingar krafist á grundvelli dómsúrskurða eða reynist miðlun nauðsynleg þannig að félagið geti gætt hagsmuna sinna í ágreinings- eða dómsmálum.

4. Þinn réttur varðandi persónuupplýsingar?

Ef að þú hefur aðgang að viðskiptasvæðinu á vefsíðunni okkar sem krefst innskráningar og er undir “Minn aðgangur á www.arcticsea.is” þá getur þú sent okkur formlega beiðni um að keyra út skrá með upplýsingum sem við kunnum að hafa um þig og senda þér hana. Þú getur einnig farið fram á að við eyðum öllum gögnum um þig sem kunna að vera í kerfinu okkar á vefsíðunni. Þetta á ekki við um gögn sem við erum skyldug til að halda samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum.

Þinn réttur er sá að fá uppgefnar allar þær upplýsingar sem að við kunnum að hafa um þig og láta leiðrétta þær upplýsingar sem við búum yfir séu þær rangar á einhvern hátt.

Þú átt rétt á því að biðja okkur um að eyða öllum gögnum um þig. Athugið að þetta á ekki við um gögn sem lög og reglugerðir kveða á um að við höldum.

Þú átt rétt á því að óáreiðanlegar persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar. Að teknu tilliti til tilgangs vinnslu persónuupplýsinga átt þú jafnframt rétt á að láta fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar um þig með því að leggja fram frekari og ítarlegri upplýsingar til skráningar.

Athugið að til þess að þessi réttur sem hér að ofan er talinn sé ekki misnotaður af óprúttnum aðilum áskilur Arctic Sea Minerals ehf. sér rétt til þess að þú sýnir fram á auðkenni áður en við mætum ósk þinni. Við svörum öllum beiðnum eins fljótt og auðið er.

5. Lagalegur fyrirvari

Persónuverndarstefna Arctic Sea Minerals ehf er unnin samkvæmt íslenskum lögum. Allan ágreining sem ekki er hægt að leysa úr skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Komi til málshöfðunar milli viðskiptavina og Arctic Sea Minerals ehf um túlkun á skilmálum, gildi þeirra og efndum skal reka það fyrir Hérðasdómi Reykjavíkur.

Við hvetjum fólk til að kynna sér þessi málefni og bendum á Persónuvernd Sími: 510 9600 eða í gegnum tölvupóst á postur@personuvernd.is sem og á vefsíðu þeirra www.personuvernd.is þar sem hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar.

6. Breytingar persónuverndarstefnu

Arctic Sea Minerals ehf. áskilur sér rétt til breytinga og uppfærslu á persónuverndarstefnu á hvaða tímapunkti sem er. Reglugerðir eru ávallt í þróun og uppfærslu og við gerum okkar besta til þess að halda þessum upplýsingum réttum samkvæmt öllum lögum og reglugerðum er lúta að Persónuvernd.